Hamar vann Suðurlandsslaginn gegn Selfossi í 1. deild karla í körfubolta í kvöld mjög örugglega. Liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði.
Leikurinn var jafn í 1. leikhluta en Hamar leiddi að honum loknum, 22-18. Í upphafi 2. leikhluta gerði Hamar 20-8 áhlaup og breytti stöðunni í 42-26 og þar með var allur vindur úr Selfyssingum. Staðan var 59-34 í hálfleik.
Hamar jók enn forskotið í 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða var staðan orðin 85-55. Selfyssingar náðu vopnum sínum aftur á lokasprettinum en munurinn var orðinn allt of mikill og að lokum skildu 20 stig liðin að, 105-85.
Jose Medina var stigahæstur hjá Hamri með 20 stig og 9 stoðsendingar en Fotios Lampropoulos var framlagshæstur með 19 stig og 9 fráköst. Hjá Selfyssingum var Follie Bogan stigahæstur með 24 stig og 9 fráköst en Vojtéch Novák var framlagshæstur með 18 stig og 9 fráköst.
Hamar er í 4. sæti deildarinnar með 8 stig en Selfoss er í 9. sæti með 4 stig.
Tölfræði Hamars: Jose Medina 20/9 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 19/9 fráköst/5 stoðsendingar, Jaeden King 16/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 15, Birkir Máni Daðason 8, Egill Þór Friðriksson 7, Lúkas Aron Stefánsson 7/4 fráköst, Ragnar Nathanaelsson 6/10 fráköst, Arnar Dagur Daðason 3, Daníel Sigmar Kristjánsson 2/6 fráköst, Kristófer Kató Kristófersson 2.
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 24/9 fráköst, Vojtéch Novák 18/9 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 11, Birkir Máni Sigurðarson 10, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 4, Gísli Steinn Hjaltason 4, Fróði Larsen Bentsson 4/4 fráköst, Tristan Máni Morthens 4, Svavar Ingi Stefánsson 3, Unnar Örn Magnússon 3, Arnór Bjarki Eyþórsson 2 fráköst/2 stoðsendingar/2 stolnir, Óðinn Freyr Árnason 1 frákast/1 stoðsending.