Öruggur sigur hjá KFR

Leikmannafundur hjá KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR vann sannfærandi sigur á Afríku í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á gervigrasinu á Selfossi í dag.

Bjarni Þorvaldsson skoraði tvívegis fyrir KFR á fyrstu tuttugu mínútunum og Helgi Valur Smárason bætti þriðja markinu við undir lok fyrri hálfleiks.

Staðan var 3-0 í hálfleik en Afríka skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu á 47. mínútu.

Lokatölur 3-1 og KFR er í 2. sæti riðilsins með 4 stig að loknum tveimur leikjum.

Fyrri greinHamarsmenn endurheimtu leikgleðina
Næsta greinStigasöfnun Selfoss heldur áfram