Hamarskonur kláruðu keppnistímabilið í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld með góðum útisigri á Ármanni, 57-69.
Hamar var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 28-38 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari, en forskot Hamars var nokkuð öruggt og þær lönduðu góðum sigri að lokum.
Álfhildur Þorsteinsdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Hamar, skoraði 8 stig, tók 19 fráköst, sendi 6 stoðsendingar og stal 5 boltum.
Hamar lauk deildarkeppninni í 6. sæti 1. deildarinnar með 14 stig.
Tölfræði Hamars: Helga Heiðarsdóttir 13/8 fráköst/5 stolnir, Vilborg Óttarsdóttir 12, Ragnheiður Magnúsdóttir 11, Gígja Þorsteinsdóttir 10, Álfhildur Þorsteinsdóttir 8/19 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Þórunn Bjarnadóttir 6/6 fráköst, Katrín Össurardóttir 5, Fríða Þorsteinsdóttir 2, Dagrún Össurardóttir 2.