Kvennalið Selfoss vann góðan sigur á Grindavík í lokaumferð B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag, 2-0 á Selfossvelli.
Alexis Kiehl kom Selfyssingum yfir á 16. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Selfyssingar svo dæmda vítaspyrnu og úr henni skoraði Magdalena Reimus af öryggi. Lokatölur 2-0.
Selfoss er í 2. sæti B-deildarinnar með 7 stig en liðin fyrir neðan eiga öll einn eða tvo leiki til góða svo að lokastaðan í deildinni er langt frá því að vera ljós, þó að Selfyssingar hafi lokið leik.