Hamarskonur náðu því þeim frábæra árangri að fara ósigraðar inn í jólafríið í Iceland Express-deildinni í körfubolta og er það besti árangur liðsins frá upphafi.
Hamar lagði Grindavík á heimavelli í kvöld, 78-71.
Gestirnir byrjuðu betur og leiddu að loknum 1. leikhluta, 16-20. Hamar stóð vörnina vel í 2. leikhluta og svaraði fyrir sig en staðan í hálfleik var 35-28.
Seinni hálfleikur var spennandi en Haukar voru á hælum Hamars allan tímann. Haukar komust yfir, 49-51, undir lok 3. leikhluta en Hamar skoraði fjögur síðustu stigin og komst aftur yfir, 53-51.
Jafnræðið hélt áfram í 4. leikhluta en Hamar var alltaf skrefinu á undan og vann að lokum sjö stiga sigur.
Jaleesa Butler skoraði 23 stig fyrir Hamar og varði 5 skot. Slavica Dimovska skoraði 16 stig og stal 7 boltum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 11 stig og Íris Ásgeirsdóttir 10.
Hamar hefur 22 stig á toppnum, tveimur meira en Keflavík en KR er í 3. sæti með 14 stig.
Næsti leikur í deildinni er einmitt viðureign KR og Hamars þann 4. janúar í Vesturbænum.