Óskar áfram formaður á Hellu

Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Hellu á aðalfundi sem haldinn var í gær. Tímamótaár er framundan hjá klúbbnum.

Framundan eru stór tímamót í klúbbnum því hann fagnar 60 ára afmæli á næsta ári og Íslandsmótið í höggleik mun fara fram á Strandarvelli.

Auk Óskars voru aðrir stjórnarmenn endurkjörnir en átján manns mættu á aðalfundinn. Óskar las skýrslu stjórnar og fór yfir helstu mál ársins hjá klúbbnum og þakkaði samstarfsfólki ánægjulegt samstarf. Veitt voru framfaraverðlaun en þau fékk Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir.

Það hefur oft verið litið til þess góða starfs sem fram hefur farið á Strönd í langan tíma. Klúbburinn er lítill en tekist hefur að halda úti mjög góðum 18 holu golfvelli, nú síðustu ár undir stjórn Óskars. Sl. sumar fór fram næsta stærsta GSÍ mótið hjá þeim bestu, Íslandsmótið í holukeppni. Litlu munaði að sonur Óskars, Andri Már tryggði sér titilinn á heimavelli en hann endaði í 2. sæti í karlaflokki.

Stjórn GHR skipa:

Formaður: Óskar Pálsson

Varaformaður: Ólafur Stolzenwald

Gjaldkeri: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

Ritari: Bjarni Jóhannsson

Meðstjórnandi: Árni Þorgilsson

1. Varamaður: Guðný Rósa Tómasdóttir

2. Varamaður: Loftur Þór Pétursson.

Fyrri greinVerður tæpast að veruleika nema vegna stóriðjuáforma
Næsta greinLætur af störfum í kjölfar keppnisbanns