Aðalfundur Golfklúbbsins Hellu var haldinn í gærkvöldi að viðstöddum átján félögum. Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og rennur nú upp fimmtánda árið í formannstíð hans.
Breytingar urðu í stjórn, Árni Þorgilsson varaformaður gaf ekki kost á sér áfram í hans stað kom Einar Long sem áður var meðstjórnandi og inn í stað Einars kom Gísli Jafetsson. Allar nefndir eru óbreyttar.
Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði Árna fyrir vel unnin í störf svo og starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum og bauð nýja menn velkomna til starfa.
Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun, það var Erlingur Snær Loftsson sem hlaut þau að þessu sinni. Háttvísibikarinn hlaut að þessu sinni Sigríður Hannesdóttir en hún hefur verið öflug í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn í mörg ár, góð á velli sem og annarsstaðar.
Auk Óskars og Einars eru í stjórn þau Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Bjarni Jóhannsson og Gísli Jafetsson. Varamenn eru Guðný Rósa Tómasdóttir og Loftur Þór Pétursson.