Í tilefni af 60 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss í desember fékk Óskar Sigurðsson, fyrrverandi formaður deildarinnar, afhent silfurmerki Knattspyrnusambands Íslands fyrir óeigingjarnt starf sitt sem formaður deildarinnar síðastliðin ár.
Afhendingin fór fram í afmælshófi knattspyrnudeildarinnar í desember. Óskar lét af embætti á síðasta aðalfundi eftir langt og farsælt starf og var Adólf Ingvi Bragason var kosinn nýr formaður.
Óskar bætist í fríðan hóp Selfyssinga sem hafa hlotið silfurmerki KSÍ en það eru feðgarnir Björn Ingi Gíslason og Kjartan, bræðurnir Einar og Sveinn Jónssynir, Gylfi Þ. Gíslason,Hermann Ólafsson, Þórarinn Ingólfsson, Bárður Guðmundarson, Anton Sigurjón Hartmannsson og Jón Steindór Sveinsson.