Óskar Björnsson á Massey Ferguson sigraði í Vélfangs traktoratorfærunni sem fram fór í Torfdal í Hrunamannahreppi í dag.
Hin árlega torfærukeppni er hluti af dagskránni Flúðir um Versló og vekur alltaf mikla lukku. Keppnin í ár var engin undantekning en þúsundir áhorfenda fylltu brekkuna við Litlu-Laxá og keppendur sviku engan með tilþrifum sínum.
Á eftir Óskari í 2. sæti varð Benedikt Ásgeirsson á International og í 3. sæti Skúli Jóhannsson á Ford.

