FSu vann öruggan sigur á Vestra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld en á sama tíma tapaði Hamar gegn Snæfelli.
FSu og Vestri eru að berjast á sitthvorum enda stigatöflunnar, Vestri í 3. sæti en FSu í því áttunda. Skólapiltarnir voru ekkert að velta þeirri stöðu fyrir sér heldur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu í leikhléi, 52-39. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og FSu hafði örugg tök á leiknum allt til leiksloka. Lokatölur 110-82.
Antowine Lamb var stigahæstur hjá FSu með 32 stig og Hlynur Hreinsson skoraði 21.
Hvergerðingar sóttu Snæfell heim í Stykkishólm. Leikurinn var jafn fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða tóku heimamenn öll völd og kláruðu leikinn sannfærandi. Staðan í leikhléi var 37-44 en eftir að hafa skorað 30 stig í síðasta fjórðungnum sigraði Snæfell 101-94.
Larry Thomas skoraði 23 stig fyrir Hamar og Julian Nelson 20.
Eftir leiki kvöldins er Hamar í 4. sæti deildarinnar með 26 stig en FSu er í 8. sæti með 8 stig.
Tölfræði FSu: Antowine Lamb 32/10 fráköst, Hlynur Hreinsson 21, Florijan Jovanov 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Klimaszewski 14, Bjarni Bjarnason 8, Ari Gylfason 7/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 7, Haukur Hreinsson 5/5 stoðsendingar.
Tölfræði Hamars: Larry Thomas 23/4 fráköst, Julian Nelson 20/6 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 16/5 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 13/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 8, Smári Hrafnsson 6/4 fráköst, Ísak Sigurðarson 4, Oddur Ólafsson 4/7 fráköst.