Pachu Martínez Gutiérrez mun ekki leika með Selfyssingum í 2. deild karla í knattspyrnu á næsta ári en hann kveður nú félagið eftir þriggja ára dvöl á Selfossi.
Pachu tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni í dag þar sem hann kveður Selfoss og þakkar fyrir sig.
„Í dag lýkur tíma mínum á Selfossi. Ég vil þakka öllum hjá félaginu og í bænum fyrir að koma vel fram við mig og fjölskyldu mína. Þetta hefur verið jákvæð og lærdómsrík reynsla,“ segir Pachu.
Pachu lék 85 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum á undanförnum þremur árum og var valinn annar af bestu leikmönnum meistaraflokks í fyrrasumar.