Næsta keppnisgrein í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum er parafimi, sem er keppnisgrein sem einungis er keppt í í Suðurlandsdeildinni. Keppni hefst klukkan 18:00.
Keppt var í parafimi í fyrsta skipti í Suðurlandsdeildinni fyrir tveimur árum og er það mál manna að þessi grein hafi heppnast alveg gríðarlega vel.
Sérstaða Suðurlandsdeildarinnar er sú að einungis fer fram liðakeppni ásamt því að hvert lið er skipað atvinnumönnum og áhugamönnum. Í parafimi myndar atvinnumaður og áhugamaður par, eða tveir áhugamenn, og þurfa þeir í sinni sýningu að uppfylla ákveðnar kröfur til þess að eiga möguleika á sem hæstri einkunn. Dómarar dæma í þremur pörum; gangtegundir, æfingar og flæði.
Gríðarlega jöfn keppni
Staðan í liðakeppni Suðurlandsdeildarinnar er gríðarlega jöfn eftir fyrstu tvær greinarnar sem voru fjórgangur og fimmgangur og því er allt opið. Lið Töltrider leiðir með 104,5 stig, í öðru sæti er lið Heimahaga með 104 stig og í því þriðja lið Húsasmiðjunnar með 100,5 stig.
Hestaáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna í Rangárhöllina á Hellu í kvöld en 22 öflug pör eru skráð til leiks og er búist við hörkuflottum sýningum.