Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá körfuknattleiksdeild Hamars. Hann tekur við af Andra Þór Kristinssyni sem tók við liðinu í sumar.
karfan.is greinir frá þessu.
Hamar vann síðasta leik sinn með 35 stigum gegn Ármanni um helgina en hafði tapað þremur leikjum þar á undan. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 umferðir.
Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hamars, segir í samtali við karfan.is að viðskilaðurinn við Andra hefði verið á góðu nótunum en hlutirnir hefðu ekki gengið eins og vonast hafði verið eftir.
Pétur Ingvarsson þjálfaði karlalið Hamars síðast fyrir níu árum síðan, og hafði þá stjórnað liðinu í níu ár, en hann var einnig leikmaður liðsins um skeið. Síðan hefur hann þjálfað bæði Ármann og Skallagrím í stuttan tíma auk þess sem þjálfaði Hauka á árunum 2007-2011.
Síðustu tvö tímabil hefur Pétur verið aðstoðarþjálfari hjá Haukum.