Andy Pew var valinn leikmaður ársins hjá Knattspyrnufélagi Árborgar en lokahóf félagsins fór fram á Rauða húsinu á Eyrarbakka á laugardagskvöld.
Andy var einnig valinn varnarmaður ársins. Snorri Sigurðarson var valinn bjartasta vonin, Eyþór Jónsson var valinn félagi ársins og Jón Auðunn Sigurbergsson var markakóngur liðsins en hann var einnig valinn sóknarmaður ársins. Almir Cosic var valinn miðjumaður ársins. Mark ársins skoraði Alfred Kamara í 2-2 jafntefli gegn Reyni Sandgerði.
Auk þessa fengu sex leikmenn verðlaun fyrir leikjafjölda og Einar Karl Þórhallsson, fyrrverandi formaður Árborgar, var sæmdur gullmerki félagsins.