
Pílukastfélag Selfoss boðar til stofnfundar í kvöld, miðvikudaginn 24. júní kl. 20 í Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss við Engjaveg á Selfossi.
Að sögn aðstandenda félagsins, er markmiðið með stofnun þess að efla pílukast á Selfossi fyrir alla aldurshópa. Á fundinum verður þróun pílukasts á landsvísu kynnt, auk þess sem kosið verður í stjórn og lög félagsins samþykkt.