Pílukastfélag stofnað á Selfossi

Stofnfundurinn fer fram í félagsheimilinu Tíbrá við Engjaveg. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Pílukastfélag Selfoss boðar til stofnfundar í kvöld, miðvikudaginn 24. júní kl. 20 í Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss við Engjaveg á Selfossi.

Að sögn aðstandenda félagsins, er markmiðið með stofnun þess að efla pílukast á Selfossi fyrir alla aldurshópa. Á fundinum verður þróun pílukasts á landsvísu kynnt, auk þess sem kosið verður í stjórn og lög félagsins samþykkt.

Fyrri greinÁs fékk 100 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Næsta greinBjarki Rúnar raðar inn mörkunum