Píurnar unnu strandblakmót sem haldið var í miðbæjargarðinum á Selfossi á 17. júní, en mótið var hluti af hátíðarhöldum dagsins og var á vegum Björgunarfélags Árborgar.
Liðið skipuðu þau Guðmundur Sigmarsson, Rúnar Bogason og Valorie O´Brien, knattspyrnukona.
Í öðru sæti voru Beach boys, Baldur, Sigurður og Sigþór, og í þriðja sæti voru Off road Iceland, Hafsteinn, Hreiðar og Guðmundur Garðar.
Fjögur lið tóku þátt í mótinu og þótti það takast einstaklega vel að sögn mótshaldara. Þetta var í annað skiptið sem mótið var haldið og ljóst að það er komið til að vera í íþróttaviðburðadagatali Selfossbæjar.