Portland framlengdi við Dagnýju

Banda­ríska knatt­spyrnu­fé­lagið Port­land Thorns til­kynnti í gær að það hefði ákveðið að nýta sér rétt­inn til að fram­lengja samn­ing sinn við Dag­nýju Brynj­ars­dótt­ur, auk níu annarra leik­manna.

Port­land hafði rétt til að gera samn­inga við leik­menn­ina sem gilda út næsta ár. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Port­land átti mik­illi vel­gengni að fagna á ný­af­staðinni leiktíð en liðið varð deild­ar­meist­ari og lék því í úr­slita­keppn­inni, en féll þar úr leik gegn Western New York Flash í drama­tísk­um, fram­lengd­um leik.

Þetta var fyrsta tíma­bil Dag­nýj­ar í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni og skoraði hún fimm mörk í sautján leikj­um í deild­inni.

Fyrri greinHvatningarverðlaunum fagnað
Næsta greinTveir í röð gegn ÍBV