HSK tekur eins og áður þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið og tilnefnir tvö ný fjöll í ár í verkefnið. Það eru Galtafell í Hrunamannahreppi og Valahnúkur í Langadal í Þórsmörk.
HSK mun standa fyrir fjölskyldugöngu á Galtafell mánudaginn 20. júní og hefst gangan kl. 19:30. Göngustjóri verður Guðmundur Hjaltason frá Galtafelli.
Til að komast að Galtafelli frá þjóðvegi 1 við Skeiðavegamót er ekið sem leið liggur yfir brúnna á Stóru-Laxá og þaðan er um 5 km að afleggjaranum heim að Galtafelli sem er nr. 3427.
Ganga mun hefjast ca. 120 m inni á afleggjaranum að Galtafelli (N 64 05.440, W 20 18.935). Það eru allir velkomnir í gönguna og það kostar ekkert að mæta.
Póstkassi mun verða settur upp á Valahnúk á næstu dögum.