Körfuknattleiksfélag FSu hefur ráðið til sín bandarískan leikmann að nafni Collin Pryor fyrir komandi átök í 1. deild karla í vetur.
Pryor kemur frá Northern State University og var með um 17 stig að meðaltali í leik og 8 fráköst á lokaári sínu í skólanum. Skólaferill hans skartar rúmum 1400 stigum og 700 fráköstum.
„Stefnan er að gera sem mest úr dvöl minni á Íslandi og hjálpa FSu í baráttunni. Ég lofa klúbbnum og stuðningsmönnum FSu að gefa mig allan í verkefnið,“ sagði Pryor í tilkynningu frá FSu sem send var á karfan.is.
Þá hefur Daði Berg Grétarsson einnig framlengt hjá klúbbnum en hann var með um 14 stig og 5 fráköst að jafnaði fyrir FSu á síðustu leiktíð.