Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt Hamar og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.
Ragnar kemur til Hamars frá Stjörnunni en frá því hann lék síðast með Hamri hefur hann leikið með Haukum, Val, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hér á landi í efstu deild, ásamt því að hafa spilað í Svíþjóð og á Spáni. Ragnar er sem fyrr segir uppalinn í Hamri en hann lék síðast með liðinu tímabilið 2012-13 og því eru 10 ár síðan Ragnar lék síðast á heimavelli í Hveragerði.