Selfyssingar hafa fengið framherjann Ragnar Þór Gunnarsson lánaðan frá Val og mun hann leika með Selfossi í 1. deildinni út keppnistímabilið.
Ragnar Þór er tvítugur sóknarmaður, uppalinn hjá ÍA, en hann hefur verið í herbúðum Vals undanfarin þrjú ár.
Ragnar Þór raðaði inn mörkum fyrir Valsmenn á undirbúningstímabilinu en hann hefur fengið fá tækifæri með þeim í Pepsi-deildinni í sumar. Hann á að baki fimm leiki í efstu deild með Valsmönnum og hefur skorað í þeim eitt mark.
Hann verður kominn með leikheimild með Selfyssingum fyrir heimaleikinn gegn Víkingi Ó sem fram fer á morgun, föstudag.