Ragnar Jóhannsson var útnefndur leikmaður ársins á lokahófi handknattleiksdeildar Umf. Selfoss sem fram fór í Félagslundi í gærkvöldi.
Ragnar var að auki markahæsti leikmaður liðsins sem tryggði sér sæti í efstu deild nú í vor. Guðni Ingvarsson fékk baráttubikarinn og Árni Steinn Steinþórsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn.
Þá fékk Ramunas Mikalonis sérstaka viðurkenningu fyrir tíu ára tryggð við félagið en hann hefur nú lagt skóna á hilluna. Hulda Finnlaugsdóttir var valin félagi ársins.