Ragnar bestur og Basti þjálfari ársins

Ragnar Jóhannsson var valinn leikmaður ársins í 1. deild karla í handbolta á lokahófi HSÍ í gærkvöldi.

Ragnar fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera markahæsti leikmaður 1. deildarinnar og því kom það engum á óvart að hann var einnig valinn besti sóknarmaðurinn í deildinni. Þjálfari Selfoss, Sebastian Alexandersson, var kjörinn þjálfari leiktíðarinnar í 1. deild.

Selfyssingurinn Valdimar Fannar Þórsson, sem leikur með HK, var valinn besti leikmaður N1 deildar karla.

Lokahófið var glæsilegt í alla staði en það var haldið í Gullhömrum í Grafarholti.

Fyrri greinKveikt í bifreið á Selfossi
Næsta grein„Þokkalega stödd til að takast á við afleiðingar gossins“