Hamar vann öruggan sigur á Ármanni í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 65-83 á útivelli. Ein umferð er eftir af deildarkeppninni, áður en Hamar hefur leik í úrslitakeppninni.
Hamarsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik, spiluðu fína vörn og leiddu 28-38 í hálfleik. Ármann saxaði lítillega á forskotið í 3. leikhluta en í þeim fjórða keyrðu Hamarsmenn upp hraðann og unnu að lokum öruggan sigur.
Ragnar Nathanaelsson fór fyrir Hamarsmönnum á báðum endum vallarins í kvöld, hann var stigahæstur með 22 stig og tók 13 fráköst.
Staðan í deildinni er þannig fyrir lokaumferðina að Hamar er í 2. sæti með 42 stig og er á leið í úrslitakeppnina en það mun ekki ráðast fyrr en eftir lokaumferðina hvaða lið komast inn í keppnina. Selfyssingar eru enn í baráttu um sæti í úrslitakeppninni og eiga eftir að spila tvo leiki í deildarkeppninni.
Ármann-Hamar 65-83 (15-20, 13-18, 25-22, 12-23)
Tölfræði Hamars: Ragnar Nathanaelsson 22/13 fráköst, Alfonso Birgir Gomez 14, Mirza Sarajlija 12/6 fráköst/9 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 12, Daði Berg Grétarsson 7/8 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Davíðsson 6/8 fráköst, Halldór Benjamín Halldórsson 5, Baldur Freyr Valgeirsson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 2, Egill Þór Friðriksson 1.