Karlalið Þórs í körfubolta samdi í vikunni við bakvörðinn efnilega Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil.
Ragnar Örn kemur frá ÍR þar sem hann er uppalinn en hann er tvítugur að aldri og 196 cm skotbakvörður, sem var í U20 hóp Íslands á NM í Finnlandi síðasta vor.
Tölfræði Ragnars síðasta vetur hljóðar upp á 6,6 stig á leik á tæpum 23 mínútum en hann var einnig með 3,3 fráköst, 1,3 stoðsendingar og stal 1,2 boltum á leik.
Þórsarar fagna því að fá þennan efnilega bakvörð í sinn leikmannahóp, enda öflugur skotmaður sem styrkir hópinn fyrir átökin framundan í Dominos deildinni.