Hið árlega Ragnarsmót á Selfossi er fastur liður í undirbúningi handboltamanna fyrir veturinn og fer það fram í Íþróttahúsi Vallaskóla um helgina en fyrstu leikirnir eru í kvöld.
Mótið er haldið með dyggum stuðningi VÍS og að venju taka fimm lið þátt auk heimamanna. Búið er að raða í riðla og eru annars vegar HK, ÍR og Selfoss saman í riðli og hins vegar Grótta, ÍBV og Afturelding.
Keppni hefst í kvöld með leik HK og ÍR kl. 18 en kl. 19:30 mætast ÍBV og Afturelding.
Fimmtudagur 5. september
Kl. 18:30 Grótta – Afturelding
Kl. 20:00 HK – Selfoss
Föstudagur 6. september
Kl. 18:30 Selfoss – ÍR
Kl. 20:00 ÍBV – Grótta
Laugardagur 7. september
Kl. 12:00 Leikur um 5. sæti
Kl. 14:00 Leikur um 3. sæti
Kl. 16:00 Leikur um 1. sæti