Hið árlega Ragnarsmót í handbolta hefst í Vallaskóla á Selfossi í kvöld. Að venju taka sex lið þátt en auk heimamanna eru það Olísdeildarlið HK, Stjörnunnar, Vals og Aftureldingar og 1. deildarlið Gróttu.
Í kvöld mætast HK og Stjarnan kl. 18:30 en kl. 20:00 hefst leikur Gróttu og Vals. Selfyssingar hefja leik á fimmtudagskvöld kl. 20:00 þegar liðið mætir Stjörnunni.
Ragnarsmótið er nú haldið í 25. skipti og hefur VÍS verið stuðningsaðili mótsins frá upphafi. Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, sem lést ungur í bílslysi.
Miðvikudagur 3. september
Kl. 18:30 HK – Stjarnan
Kl. 20:00 Grótta – Valur
Fimmtudagur 4. september
Kl. 18:30 Afturelding – Valur
Kl. 20:00 Selfoss – Stjarnan
Föstudagur 5. september
Kl. 18:30 Afturelding – Grótta
Kl. 20:00 Selfoss – HK
Laugardagur 6. september
Kl. 12:00 Leikur um 5. sæti
Kl. 14:00 Leikur um 3. sæti
Kl. 16:00 Leikur um 1. sæti