Hið árlega Ragnarsmót í handbolta verður haldið í 26. skipti í haust. Hingað til hefur mótið eingöngu verið karlamót en í ár verður einnig boðið upp á kvennamót.
Karlamótið verður haldið 19. til 22. ágúst en auk Selfyssinga keppa Fram, Haukar og Valur.
Kvennamótið verður haldið 2.-5. september með þátttöku Gróttu, ÍBV, HK, FH og Fram auk gestgjafanna í liði Selfoss.
Ragnarsmótið er árlegt minningarmót sem haldið er til minningar um Ragnar Hjálmtýsson einn af efnilegri handboltamönnum Selfoss. Ragnar lést í umferðarslysi árið 1988.