Ragnarsmótið hefst á mánudag

Hannes Höskuldsson og Tryggvi Sigurberg Traustason mæta hressir til leiks á Ragnarsmótinu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnarsmótið í handbolta, eitt elsta og virtasta æfingamót landsins, hefst í Set-höllinni Iðu á Selfossi á mánudagskvöld.

Þetta er í 36. skipti sem mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson. Karlarnir hefja leik á mánudagskvöld en kvennamótið hefst 27. ágúst.

Opnunarleikur mótsins er leikur Víkings og ÍBV kl. 18 og kl. 20:15 mæta Selfyssingar Gróttu. Önnur lið á mótinu eru Þór og Haukar U. Hægt er að fylgjast með gangi mála hér en úrslitaleikirnir fara fram næstkomandi laugardag.

Allir leikir mótsins verða leiknir á parketinu í Set höllinni Iðu. Að vanda eru frítt á alla leiki og mun Selfoss TV sjá fyrir beinum útsendingum frá öllum leikjum mótsins.

Fyrri greinÖruggt á SS vellinum – Uppsveitir sóttu stig vestur
Næsta greinGrímsævintýri um næstu helgi