Ragnarsmótið hefst í kvöld

Frítt er inn í Set höllina og allir leikir í beinni á Selfoss TV. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eitt elsta og virtasta æfingamót landsins, Ragnarsmótið í handbolta, hefst í kvöld á Selfossi og stendur til 26. ágúst.

Mótið er nú haldið í 35. skipti til minningar um Ragnar Hjálmtýsson. Allir leikir mótsins verða leiknir á parketinu í Set-höllinni og þar er frítt inn auk þess sem Selfoss TV sýnir beint frá öllum leikjunum.

Konurnar hefja leik í kvöld, kl. 18 mætast Stjarnan og Afturelding og kl. 20 er komið að viðureign Selfoss og Vals. Kvennamótinu lýkur á fimmtudagskvöld.

Karlamótið hefst mánudaginn 21. ágúst en auk heimamanna í Selfoss taka ÍBV, Víkingur, Grótta, KA og ÍR þátt í mótinu. Leikið verður til úrslita hjá körlunum laugardaginn 26. ágúst.

Fyrri greinTveir garðar og tvö fyrirtæki verðlaunuð
Næsta greinBlæs til happdrættis til að bjarga Skrúfunni