Ragnheiður Guðjónsdóttir, frjásíþróttakona var valin íþróttamaður Hrunamannahrepps 2017. Er hún virkilega vel að titlinum komin enda staðið sig frábærlega á síðastliðnum árum.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á kastgreinar og stundar meðal annars kúluvarp, kringlukast og sleggjukast. Á árinu 2016 varð hún þrefaldur Íslandsmeistari þar sem hún vann kúluvarp innan húss, kringlukast utan húss og var í sigursveit HSK í boðhlaupi.
Á Íslandsmótinu utanhúss náði hún einnig í silfur í kúluvarpi og brons í sleggjukasti.