Ragnheiður með brons í Gautaborg

Dagana 27. júní til 4. júlí, dvelur stór hópur af sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins í Gautaborg í Svíþjóð á Heimsleikum unglinga í frjálsum íþróttum.

Um er að ræða 52 keppendur og 27 foreldra, fararstjóra og þjálfara frá Umf. Selfoss, Heklu, Dímon, Þór, Þjótanda, Biskupstungum og Hrunamönnum. Keppt er við bestu aðstæður í sól og hita, við keppendur frá sautján löndum.

Keppni á mótinu hófst í gær, föstudag og lýkur á morgun, sunnudag.

Sem stendur ber hæst árangur Ragnheiðar Guðjónsdóttur, Umf. Hrunamanna, sem náði bronsverðlaunum í kúluvarpi í 17 ára flokki með kasti upp á 12,51 m.


52 keppendur frá Selfossi, Heklu, Dímon, Þór og Hrunamönnum keppa í Gautaborg. Ljósmynd/Aðsend

Fyrri greinOpið hús í Búrfellsstöð II
Næsta greinAlgjört hrun hjá Selfyssingum