Fimleikasamband Íslands hélt uppskeruhátíð sína fyrir árið 2014 um síðustu helgi. Þar var meðal annars fimleikafólk ársins heiðrað og sjálfboðaliðum veittar viðurkenningar.
Litið var yfir farinn veg á stórglæsilegu fimleikaári og ýmis verðlaun veitt. Meðal annars veitti Fimleikasambandið veitti tólf starfsmerki á hátíðinni og meðal þeirra sem fengu merki voru Ragnheiður Thorlacius og Guðrún Tryggvadóttir frá fimleikadeild Umf. Selfoss.
Stærsti viðburður ársins hjá Fimleikasambandinu var Evrópumeistaramótið sem haldið var í Laugardalshöllinni í október. Skipulagsnefnd mótsins var veittur þakklætisvottur á hátíðinni fyrir frábær störf á árinu og þar áttu Selfyssingar annan fulltrúa, Olgu Bjarnadóttur.