Á hverjum leik í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta fá áhorfendur að reyna sig við langskot á körfuna og geta unnið flugferð út í heim.
Á síðasta heimaleik Hamarskvenna gegn Njarðvík var Rakel Ósk Antonsdóttir ein þeirra fjögurra sem reyndu sig við Borgarskotið. Fullorðnir karlar skjóta frá miðlínunni en konur og börn frá þriggja stiga línunni og það var ekki mikið mál fyrir Rakel Ósk að afgreiða skotið beint ofaní.
Að launum fékk hún gjafabréf frá Iceland Express. Leikurinn verður endurtekinn á leik Hamars og Njarðvíkur í kvöld kl. 19:15 sem og á öðrum heimaleikjum Hamarskvenna í úrslitakeppninni.