Knattspyrnufélag Rangæinga er fallið úr 3. deild karla í knattspyrnu eftir 0-1 tap gegn Dalvík/Reyni á Hvolsvelli í gær.
Leikurinn var í raun úrslitaleikur milli þessara liða því með sigri hefði KFR getað sent Dalvík/Reyni í fallsæti þegar ein umferð er eftir af deildinni.
Það fór ekki svo því gestirnir skoruðu eina mark leiksins á 70. mínútu.
Dalvik/Reynir hefur því 17 stig í 8. sæti en KFR er í 9. sæti með 21 stig. Nágrannar þeirra í KFS eru í botnsætinu með 6, þannig að það verða KFR og KFS sem leika í 4. deildinni á næsta ári.