Knattspyrnufélag Rangæinga beið lægri hlut þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn á Helluvöll í lokaumferð Lengjubikars karla í dag.
Njarðvík komst yfir á 25. mínútu og bætti öðru markinu við korteri síðar. Hjörvar Sigurðsson minnkaði muninn fyrir KFR á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 1-2 í hálfleik.
Njarðvíkingar komst í 1-3 á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þegar þeir skoruðu úr vítaspyrnu og fjórða mark gestanna leit dagsins ljós á 68. mínútu. Arnór Rafn Hrafnsson náði að klóra í bakkann fyrir KFR á 83. mínútu og lokatölur urðu 2-4.
Njarðvíkingar sigruðu örugglega í riðlinum með fullt hús stiga en Rangæingar urðu í 3. sæti með 6 stig, tvo sigra og þrjú töp.