Knattspyrnufélag Rangæinga fór á alþjóðlega knattspyrnumótið ReyCup í Reykjavík í lok júlí með lið í 3. flokki karla og kvenna, 4. flokki karla og einnig voru iðkendur KFR úr 4. flokki kvenna að keppa en þær eru í samstarfi við Selfoss.
Liðin náðu góðum árangri; þriðji flokkur karla vann B-úrslit, þeir unnu alla leikina sína, skoruðu 24 mörk og fengu á sig 5 mörk. Fjórði flokkur karla stóð sig líka vel og hafnaði í 2. sæti B-úrslita.
Þriðji flokkur kvenna vann einnig B-úrslitin og 4. flokkur kvenna Selfoss/KFR hafnaði í 2. sæti B-úrslita.