Rangárþing ytra endurnýjar samninga við Geysi

Jón Valgeirsson, sveitarstjóri RY og Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, formaður Geysis handsala samninginn. Ljósmynd/RY

Rangárþing ytra hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við Hestamannafélagið Geysi og gildir nýi samningurinn út árið 2027.

Samningnum er ætlað að efla samstarfið milli sveitarfélagsins og Geysis og tryggja og styrkja enn frekar starfsemi félagsins, sem og öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga.

Fyrir utan árlega greiðslu fær félagið greitt fyrir Íslandsmeistara og alþjóðlega titla eins og Norðurlanda-, Evrópumeistara- og heimsmeistaratitla í íþróttagrein sem viðurkennd er af ÍSÍ.

Fyrri greinElvar Orri sökkti RB – Hamar tapaði heima
Næsta greinSkjálfti í Mýrdalsjökli