Rendon með þrefalda tvennu í tapleik

Hamar heimsótti Grindavík í kvöld þegar keppni hófst í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Heimakonur reyndust sterkari og sigruðu 93-80.

Grindvíkingar léku á alls oddi í upphafi leiks og komust í 14-2 og 24-6 en staðan var 29-11 að fyrsta leikhluta loknum. Hamarskonur vöknuðu í upphafi 2. leikhluta, náðu 4-14 áhlaupi og minnkuðu muninn í tíu stig, 35-25. Eftir það skiptust liðin á að skora en munurinn var fimmtán stig í hálfleik, 55-40.

Jafnræði var með liðunum lengst af þriðja leikhluta en þegar þrjár mínútur voru eftir af honum skoruðu Grindvíkingar ellefu stig í röð og náðu nítján stiga forskoti, 78-59.

Grindavík gerði svo endanlega út um leikinn með því að skora fimm fyrstu stigin í síðasta fjórðungnum. Hamarskonur voru sterkari á lokakaflanum en munurinn var orðinn of mikill og að lokum skildu þrettán stig liðin að, 90-83.

Andrina Rendon átti algjöran stórleik fyrir Hamar með 51 í framlagseinkunn. Hún var með þrefalda tvennu, 36 stig, 13 fráköst og 10 stolna bolta auk þess sem hún átti 6 stoðsendingar. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 13 stig, Salbjörg Sævarsdóttir 10, Sóley Guðgeirsdóttir 9, Katrín Eik Össurardóttir 8, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 3 fráköst og Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 1.

Fyrri greinSlæm loftgæði fyrir viðkvæma á tímabili
Næsta greinÞórsarar semja við Sanford