Búið er að draga í riðla í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu sem hefst á nýju ári.
Karlalið Selfoss er í riðli 2 í A-deildinni ásamt Breiðablik, Fram, ÍA, KA, Val, Víkingi R. og Völsungi. Selfoss hefur leik þann 15. febrúar gegn Víkingi R.
Hamar er í riðli 1 í B-deildinni ásamt Aftureldingu, HK, Njarðvík, Sindra og Víði. Hamar hefur leik þann 10. mars gegn Aftureldingu á útivelli.
KFR og Ægir eru saman í riðli 2 í B-deildinni ásamt Gróttu, ÍR, KV og Reyni Sandgerði. KFR byrjar gegn ÍR þann 8. mars en Ægir hefur leik daginn eftir gegn Reyni S.
Árborg er í riðli 4 í C-deildinni ásamt Kára, KB, Skínanda og Snæfelli. Fyrsti leikur Árborgar er gegn Kára þann 23. mars.
Kvennalið Selfoss er í B-deild deildarbikarsins ásamt Aftureldingu, Fylki, HK/Víkingi, KR og Þrótti R. Fyrsti leikur liðsins er gegn KR þann 10. mars.