Gnúpverjar halda áfram að bjóða upp á skemmtilegan körfubolta í 1. deild karla. Varnarleikur liðsins er samt enn höfuðverkur en í dag tapaði liðið 95-110 gegn Snæfelli.
Snæfellingar settu í fluggír í upphafi leiks og skoruðu 41 stig í 1. leikhluta. Staðan var 47-63 í hálfleik. Snæfell jók forskotið í þriðja leikhluta en Gnúpverjar áttu þann fjórða, en bilið var orðið of mikið.
Everage Richardson átti enn einn stórleikinn fyrir Gnúpverja í dag og skoraði 51 stig. Hann sló reyndar ekki við Christian Covile sem átti magnaðan leik fyrir Snæfell, skoraði 52 stig og tók 14 fráköst með framlagseinkunn upp á 60.
Tómas Steindórsson og Ægir Bjarnason létu einnig vel til sín taka á báðum endum vallarins í liði Gnúpverja.
Gnúpverjar eru áfram í 7. sæti deildarinnar með 4 stig.
Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 51/9 fráköst, Tómas Steindórsson 12/10 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 11/7 fráköst, Svavar Geir Pálmarsson 5, Þórir Sigvaldason 5, Hákon Már Bjarnason 4, Bjarki Rúnar Kristinsson 4, Garðar Pálmi Bjarnason 2, Elvar Sigurðsson 1.