FSu vann Leikni R örugglega í fyrsta leik sínum í 1. deild karla í körfubolta í dag, 91-55 á útivelli.
FSu var yfir frá upphafi og leiddi í hálfleik 32-47. Leiknir náði að minnka muninn í sjö stig í 3. leikhluta en síðasti fjórðungurinn var flugeldasýning af hálfu FSu liðsins sem tryggði sér öruggan sigur.
Richard Field fór hamförum undir körfunni hjá FSu, skoraði 44 stig og tók 17 fráköst. Valur Valsson skoraði 21 stig og Guðmundur Gunnarsson 15.