Þór Þorlákshöfn vann rosalegan sigur á toppliði Stjörnunnar í framlengdum leik í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, liðin skiptust á um að hafa forystuna en forskot þeirra varð aldrei meiri en níu stig. Stjarnan leiddi 41-44 í hálfleik.
Lokakaflinn var æsispennandi, Stjarnan jafnaði 78-78 þegar 15 sekúndur voru eftir en síðasta skot Þórsara geigaði og því þurfti að framlengja.
Í framlengingunni voru miklar sveiflur, Þórsarar byrjuðu betur og Stjarnan svaraði vel fyrir sig og komst aftur yfir. Síðustu 30 sekúndurnar voru hins vegar í eigu Þórsara, þeir skoruðu síðustu fimm stigin og sigruðu 94-91.
Mustapha Heron var stigahæstur Þórsara með 31 stig, Nikolas Tomsick skoraði 24 og Jordan Semple átti sannkallaðan stórleik með 15 stig, 19 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 4 varin skot.
Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni eru Þórsarar í 7. sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan er í 2. sæti með 28 stig.
Þór Þ.-Stjarnan 94-91 (23-26, 18-18, 19-23, 18-11, 16-13)
Tölfræði Þórs: Mustapha Heron 31/7 fráköst, Nikolas Tomsick 24/4 fráköst/9 stoðsendingar, Jordan Semple 15/19 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Justas Tamulis 9/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 4, Ragnar Örn Bragason 5 fráköst.