Selfosskonur unnu sannfærandi 5-0 sigur á HK/Víkingi í lokaumferð Lengjubikars kvenna í dag.
Þrátt fyrir stórsigur dugði hann Selfyssingum ekki því á sama tíma lagði Þróttur ÍA 3-1 og Þróttarar fara því í úrslitaleikinn.
Selfoss komst í 0-2 í fyrri hálfleik með mörkum frá Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur.
Selfyssingar sóttu stíft í upphafi síðari hálfleiks á meðan heimamönnum gekk illa að skapa sér færi. Katrín Ýr kom Selfoss í 3-0 og Dagný Hróbjartsdóttir skoraði fjórða markið. Katrín innsiglaði svo þrennuna á lokamínútum leiksins.