Rúmlega 50 keppendur á Grunnskólamóti HSK í glímu

Keppendur á grunnskólamótinu. Ljósmynd/HSK

Rúmlega 50 keppendur frá fjórum skólum mættu á Grunnskólamót HSK í glímu sem haldið var í íþróttahúsinu í Reykholti í Biskupstungum síðastliðinn miðvikudag. Mótið var nú haldið í 24. sinn, en það fór fyrst fram árið 1999.

Keppt var í sex aldursflokkum drengja og stúlkna og veitt voru bæði einstaklingsverðlaun og bikarar fyrir stigahæsta skóla í fjórum flokkum. Keppendur Bláskógaskóla unnu fimm grunnskólameistaratitla, Hvolsskóli náði í fjögur gull, Reykholtskeppendur unnu tvo titla á heimavelli og Flóaskóli vann einn titil.

Bláskógaskóli vann stigabikarinn í fyrsta sinn í 5.-7. bekk stúlkna og Reykholtsskóli vann stigabikarinn í 8.–10. bekk stúlkna einnig í fyrsta sinn. Hvolsskóli vann svo báða bikarana í drengjaflokkunum. Í 5.-7. bekk unnu Hvolsskólastrákar stigakeppnina fjórða skiptið í röð, eftir spennandi keppni við Bláskógaskóla, en aðeins munaði einu stigi á skólunum. Hvolsskóli vann svo stigakeppnina í 8.–10. stráka fimmta skiptið í röð.

Sigurlið Hvolskóla í 8.–10. bekk drengja. Ljósmynd/HSK
Sigurlið Bláskógaskóla í 5. – 7. bekk stúlkna. Ljósmynd/HSK
Sigurlið Hvolskóla í 5. – 7. bekk stráka. Ljósmynd/HSK
Sigurlið Reykholtsskóla í 8.-10. bekk stúlkna. Ljósmynd/HSK
Keppt var á tveimur völlum samtímis. Ljósmynd/HSK
Kjartan Lárusson, sem nýverið var útnefndur fyrsti eldhugi Glímusambandsins, var að sjálfsögðu mættur til dómarastarfa á mótinu. Ljósmynd/HSK
Keppendur í 5. bekk stráka. Ljósmynd/HSK
Keppendur í 6. bekk stúlkna Ljósmynd/HSK
Fyrri grein„Tónlistin hefur verið minn eldur“
Næsta greinAldrei dauð stund