Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshöfn hefur samið við sænska bakvörðinn Adam Ronnqvist um að spila með liðinu á komandi leiktíð.
Ronnqvist hefur spilað megnið af sínum ferli í heimalandinu fyrir BC Lulea og varð meistari með þeim árið 2017. Hann hefur verið viðloðinn sænska landsliðið undanfarin ár og þess má til gamans geta að hann og Daniel Mortensen, sem lék með Þór á síðustu leiktíð, spiluðu saman í sænsku deildinni 2019-2020.
Í tilkynningu frá Þórsurum eru Ronnqvist og fjölskylda hans boðin hjartanlega velkomin í Hamingjuna.