Selfoss vann góðan sigur á Stjörnunni-U í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld, 78-82.
Selfoss var í fluggír í 1. leikhluta og leiddi 23-36 að honum loknum. Stjarnan-U minnkaði muninn örlítið í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 42-50.
Seinni hálfleikurinn var spennandi, Selfoss hélt forystunni allan tímann en Stjarnan-U var aldrei langt undan.
Donasja Scott átti frábæran leik fyrir Selfoss, skoraði 28 stig og tók 17 fráköst. Anna Katrín Víðisdóttir var sömuleiðis öflug og skoraði 27 stig.
Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig en Stjarnan-U er í 3. sæti með 18 stig.
Stjarnan u-Selfoss 78-82 (23-36, 19-14, 19-15, 17-17)
Tölfræði Selfoss: Donasja Scott 28/17 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 27/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 11, Eva Rún Dagsdóttir 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Perla María Karlsdóttir 5/4 fráköst.