Hamar kvaddi Iceland Express-deild karla með sigri á áhugalausum Stjörnumönnum í kvöld, 74-65.
Hamar leiddi allan fyrri hálfleikinn og náði mest 10 stiga forskoti, 23-13. Stjarnan svaraði fyrir sig í 2. leikhluta en Hamar leiddi í hálfleik, 44-42.
Þriðji leikhluti var jafn en Stjarnan komst í fyrsta skipti yfir um miðjan leikhlutann. Hamar skoraði þó síðustu stigin og staðan var 60-53 þegar síðasti fjórðungurinn hófst.
Þar var Hamar skrefinu á undan en Stjarnan var skammt undan og komst yfir 64-65 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Það voru síðustu stig Stjörnunnar í leiknum því Hamar skoraði tíu síðustu stigin í leiknum og kvaddi þar með úrvalsdeildina með stæl.
Darri Hilmarsson var stigahæstur hjá Hamri með 22 stig, Ellert Arnarson átti sömuleiðis fínan leik með 16 stig, 9 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Svavar Páll Pálsson skoraði 14 stig og Snorri Þorvaldsson 12. Hamar lék án Devin Sweetney sem hefur haldið á vit nýrra ævintýra í Lettlandi. Þá voru Kjartan Kárason og Lárus Jónsson ekki í hóp vegna veikinda og meiðsla.