Sara Dröfn til liðs við Selfoss

Sara Dröfn Richardsdóttir. Ljósmynd/UMFS

Handknattleikskonan Sara Dröfn Richardsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.

Sara Dröfn, sem er hægri hornamaður, kemur til Selfoss frá uppeldisfélagi sínu ÍBV. Þar hefur hún verið fastamaður í meistaraflokki í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Þá hefur Sara hefur verið í öllum yngri landsliðum Íslands.

„Við fögnum því að þessi öflugi leikmaður velji að taka þátt í uppbyggingu kvennahandboltans á Selfossi og bjóðum Söru Dröfn hjartanlega velkomna,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinFlutt með þyrlu eftir slys við Hengilinn
Næsta greinDramatík á Selfossi – Ægir tapaði úti