Sara Nugig Ingólfsdóttir og Hrafn Arnarsson úr júdódeild Umf. Selfoss eru efnilegasta júdófólk ársins 2020.
Þetta var tilkynnt á lokahófi Júdósambands Íslands sem var haldið á laugardag. Á lokahófinu voru útnefnd júdókarl og júdókona ársins 2020 ásamt því að efnalegasta júdófólk ársins hlutu viðurkenningar.
Daniele Kucyte úr Júdófélagi Reykjavíkur, sem keppti í -70 kg þyngdarflokki, og Sara Nugig Ingólfsdóttir, sem keppti í -57 kg flokki, úr Júdódeild Selfoss voru útnefndar efnilegustu júdókonur ársins 2020. Hrafn Arnarson, Júdódeild Selfoss sem keppti í ýmist í -90 kg flokki eða -100 kg og Andri Fannar Ævarsson sem keppti í -90 kg flokki voru útnefndir efnilegustu júdókarlar ársins 2020.
Sveinbjörn Jun Iura úr Júdódeild Ármanns og Ingunn Rut Sigurðardóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur voru valin júdókarl og júdókona ársins.
Stjórn JSÍ ákvað að útnefna skildi júdófólk ársins þrátt fyrir að keppnisárið hafi verið með óvenjulegasta móti og tækifæri sem gáfust til að skara fram úr hafi verið færri en ella. Jafnframt þótti mikilvægt að heiðra þau afrek sem unnust á árinu þar sem aðstæður voru með eindæmum erfiðar.